Fótbolti

Beckham: Ferguson getur stoppað Barcelona-liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og Alex Ferguson.
David Beckham og Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham hefur mikla trú á liði Manchester United á móti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Beckham telur að ef einhver getur stoppað Barcelona-liðið þá sé það hinn 69 ára gamli stjóri United, Sir Alex Ferguson.

„Hann getur ekki orðið betri en hann er í dag. Hann er búinn að sanna það, ár eftir ár, með lið eftir lið og með leikmann eftir leikmann, hversu stórkostlegur stjóri hann er," sagði David Beckham sem lék fyrir Ferguson hjá United frá 1992 til 2003.

„Það er ótrúlegt að sjá hann fara í gegnum svona miklar leikmannabreytingar en ná samt alltaf svona frábærum árangri," sagði Beckham.

„Það eru allir að tala um að Barcelona sé eitt af bestu liðum heims og auðvitað eru þeir það. En ef einhver getur fellt Barcelona af toppnum þá er það Sir Alex Ferguson því hann veit manna best hvernig það er hægt. Vonandi tekst United að vinna leikinn," sagði Beckham.

„Þetta United-lið er með þeim bestu í sögunni og sannar það með titlunum sem liðið hefur unnið. Fólk hefur verið að gagnrýna þetta lið en er hægt að biðja um meira en að liðið verði meistari," sagði Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×