Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira