Körfubolti

Logi átti frábæran nóvembermánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Kristinn Geir Pálsson
Logi Gunnarsson fór heldur betur á kostum með Solna Vikings liðinu í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í nóvembermánuði. Logi skoraði 22,5 stig að meðaltali í sex leikjum Solna í nóvember og liðið vann fimm þeirra.

Logi endaði mánuðinn á því að nánast upp á sitt einsdæmi tryggja Solna Vikings sigur á Svíþjóðarmeisturum Sundsvall í gærkvöldi. Logi skoraði fimmtán stig í fjórða leikhlutunum og þar á meðal var sigurkarfan í leiknum.

Logi hækkaði stigaskor sitt mikið á milli mánuða en hann skoraði 14,0 stig að meðaltali í október þar sem Solna náði aðeins að vinna 2 af 7 leikjum sínum.

Logi hækkaði sig ekki bara í stigaskori, því hann tók líka fleiri fráköst, gaf fleiri stosðendingar og stal fleiri boltum. Logi hækkaði framlag sitt frá 11,7 í leik upp í 19,5 í leik.



Leikir Loga í nóvember:

15 stig í 87-95 tapi á móti Borås

21 stig í 89-84 sigri á ecoÖrebro

18 stig í 89-85 sigri á Uppsala

28 stig í 79-68 sigri á Kings

25 stig í 101-100 sigri á LF Basket

28 stig í 78-77 sigri á Sundsvall




Fleiri fréttir

Sjá meira


×