Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun