Erlent

Átak í dönskum fátækrahverfum

Danska lögreglan mun á næstunni stórauka viðveru sína í fátækrahverfum landsins. Takmarkið er að vinna bug á glæpavandamálum sem hafa verið landlæg í þeim 26 hverfum sem hafa verið skilgreind á þennan hátt.

Ný aðgerðaráætlun sem var kynnt í gær kveður á um að eftir

helgi verði komnar upp starfsstöðvar í öllum hverfunum. Þá er ráðgert að stytta afgreiðslutíma mála sem þar koma upp, þannig að rannsókn á

glæpum í þessum hverfum skal ljúka innan tveggja mánaða og innan viku ef um gerendur undir 18 ára aldri er að ræða. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×