Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 11:30 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira