Erlent

Óbreyttir borgarar féllu í skotárás Nató

Frá Afganistan
Frá Afganistan Mynd/AFP
Sjö óbreyttir borgarar féllu þegar að flugsveitir Nató skutu á tvo bíla á Helmandsvæðinu í Afganistan í gær. Talsmaður Nató segir að fregnir hafi borist af því að leiðtogi talíbana og fylgdarsveinar hans væru í öðrum bílnum.

Tveir karlmenn, tvær konur og þrjú börn voru í öðrum bílnum sem sprakk og féllu þau öll, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Afganistan. Talsmaður öryggismála hjá Nató segist ekki geta tjáð sig hvort að leiðtoginn hafi verið í hinum bílnum.

Helmand svæðið er eitt stærsta svæðið í Afganistan þar sem talíbanar halda sig. Fyrr í þessum mánuði létust níu börn í skotárás Nató á Kunar svæðinu, sem er austar í landinu.

Talsmaður Bandaríska hersins baðst opinberlegrar afsökunar á þeirri skotárás. Forseti landsins, Hamid Karzai, sagði þá við fjölmiðla að afsökunarbeiðni hersins væri ekki nægjanleg - níu saklaus börn hefðu látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×