Erlent

Fækkun glæpa hjá nýbúum

Hlutfall afbrotamanna í hópi nýbúa í Danmörku og afkomenda þeirra hefur dregist verulega saman.

Árið 1990 reyndust 11 prósent af annarri kynslóð innflytjenda hafa gerst brotleg við lög en nú er samsvarandi hlutfall 5 prósent.

Þessi breyting er rakin til betri aðlögunar innflytjenda að dönsku samfélagi. Þó er þessi hópur þrefalt líklegri til að brjóta af sér en fólk af dönskum uppruna, þar sem opinberar tölur sýna að 1,4 prósent þess hafa brotið lög. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×