Erlent

Enn mótmælt í Bandaríkjunum

Mótmælendur hvetja til þess að peningum sé eytt í skólastarf og atvinnusköpun en ekki stríð.
Mótmælendur hvetja til þess að peningum sé eytt í skólastarf og atvinnusköpun en ekki stríð. Mynd/AFP
Mótmælin gegn fjármálakerfinu í Bandaríkjunum héldu áfram í gær. Mótmælendur flykktust fram á götur í fjölmörgum borgum þar í landi. Jafnframt því að mótmæla umsvifum fjármálakerfisins var innrásinni í Afghanistan mótmælt. Hún hefur nú staðið í 10 ár.

Gærdagurinn markaði 21. dag samfelldra mótmæla á Wall Street í Bandaríkjunum vegna efnahagsástands landsins og breikkandi bils milli ríkra og fátækra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×