Erlent

Mótmæli á Ítalíu

Hér ganga námsmenn fylktu liði til mótmæla vegna niðurskurðaraðgerða.
Hér ganga námsmenn fylktu liði til mótmæla vegna niðurskurðaraðgerða. Mynd/AFP
Námsmenn á Ítalíu mótmæltu í gær niðurskurði ítalskra stjórnvalda á menntakerfinu. Skólar landsins voru lokaðir og hundruðir þúsunda námsmanna flykktust út á götur landsins með kyndla og skilti og hrópuðu gífuryrði um stjórnmálamenn landsins.

Til átaka kom milli óeirðalögreglu og mótmælenda.

Ítalía glímir við djúpstæðan efnahagslegan vanda um þessar mundir. Í vikunni sem leið var lánshæfismat landsins lækkað. Nýlega voru samþykktar niðurskurðaraðgerðir sem hafa vakið reiði margra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×