Menning

Steypa á DVD

Ásmundur Ásmundsson er í hópi sjö listamanna sem fjallað er um í heimildarmyndinni Steypu.
Ásmundur Ásmundsson er í hópi sjö listamanna sem fjallað er um í heimildarmyndinni Steypu.
Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddisk.

Myndin var tekin á árunum 2003 til 2006 en var frumsýnd 2007. Í henni er fylgst með sjö ungum myndlistarmönnum þar sem þeir vinna að ólíkum verkefnum víða um heim og ræða meðal annars efnisnotkun, innihald, áhrifavalda og bakgrunn.

Myndin er með enskum og þýskum texta og á diskinum er einnig að finna áður óbirt aukaefni sem og frumsamda tónlist eftir Ólaf Björn Ólafsson. Framleiðslu- og útgáfufyrirtækin Lófi og Útúrdúr standa að útgáfunni, en útúrdúr hyggst gefa út nokkra kvikmyndatitla á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×