Innlent

Litháar komu saman í Gróttu

Litháar á Íslandi komu saman í Gróttu í gær til að fagna þjóðhátíðardegi sínum. Fréttablaðið/Vilhelm
Litháar á Íslandi komu saman í Gróttu í gær til að fagna þjóðhátíðardegi sínum. Fréttablaðið/Vilhelm
Þjóðhátíðardagur Litháa var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í gær. Velunnarar Litháens af margvíslegu þjóðerni söfnuðust saman við Gróttu af því tilefni. Börn og fullorðnir sungu saman þjóðsöng Litháens og áttu saman skemmtilega stund.

„Við erum stolt af því að vera Litháar á Íslandi og viljum taka virkan þátt í íslensku samfélagi,“ segir Vaida Karinauskaite, sem er í forsvari fyrir nýju félagi Litháa.

Í ár eru 20 ár liðin frá því að Ísland viðurkenndi fyrst þjóða sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens.

- kag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×