Erlent

Ben Ali eftirlýstur um allan heim

Stjórnvöld í Túnis hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins sem hraktist í útlegð á dögunum vegna mikilla mótmæla í landinu. Handtökuskipunin nær einnig til nánustu fjölskyldu Ben Alis. Dómsmálaráðherra Túnis segir að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið beðin um að hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi en hann er sagður staddur í Sádí Arabíu. Yfirvöld vilja ákæra leiðtogann fyrrverandi fyrir þjófnað og fjárdrátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×