Innlent

Aðkomumönnum forðað frá æstum múg í Grundarfirði

Lofti var hleypt úr dekkjum lögreglubifreiðar í Ólafsvík.
Lofti var hleypt úr dekkjum lögreglubifreiðar í Ólafsvík.

Tveir menn hafa verið kærðir fyrir að lemja tvo aðkomumenn fyrir utan veitingastaðinn Kaffi59 í Grundarfirði samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Þar kemur fram að talsverður hópur fólks hafi safnast fyrir utan staðinn aðfaranótt mánudagsins 27. desember.

Lögreglan var kölluð á vettvang til þess að aðstoða hina óvelkomnu gesti. Mennirnir voru slegnir á leiðinni í lögreglubifreiðina og áttu lögreglumenn erfitt með að ná tökum á eldfimu ástandinu sem myndaðist vegna mannanna.

Málið er í rannsókn.

Þá hleypti óprúttinn aðili, eða aðilar, lofti úr tveimur hjólbörðum lögreglubifreiðar í Ólafsvík á öðrum degi jóla samkvæmt Skessuhorni. Lögregla segir þetta óafsakanlegt framferði og getað tafið lögregluna ef hún hefði þurft að fara í alvarlegt útkall.

Afleiðingarnar hefðu getað verið mjög alvarlegar fyrir saklausan þriðja aðila. Tveir ökumenn voru teknir fyrir umferðarlagabrot í jólavikunni en að öðru leyti var jólahátíðin róleg á Snæfellsnesi að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×