Innlent

„Leikskólinn er að berjast fyrir lífi sínu“

„Þessu má því líka við að sami skipstjórinn sé á tveimur skipum sem sigla hvor í sína áttina,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir
„Þessu má því líka við að sami skipstjórinn sé á tveimur skipum sem sigla hvor í sína áttina,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir
Samráðsfundur mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar með fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem eiga starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar sem og frístundaheimilum, hófst nú klukkan þrjú.

Til fundarins er boðað vegna fyrirhugaðra sameininga hjá skólum og frístundaheimilum borgarinnar.

Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags leikskólastjórnenda, segir fundinn í raun aðeins vera formsatriði.

Leikskólastjórnendur eru mjög uggandi vegna sameininga en dæmi eru um að lagt sé til að tveir eikskólar með gjörólíka stefnu verði sameinaðir undir stjórn eins leikskólastjóra. „Þessu má því líka við að sami skipstjórinn sé á tveimur skipum sem sigla hvor í sína áttina," segir Ingibjörg.

Hún segir starfsfólk á leikskólum hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. „Leikskólinn er að berjast fyrir lífi sínu," segir hún og vísar til þess hversu lágt hlutfall faglærðs starfsfólks er á leikskólunum miðað við grunnskólana.


Tengdar fréttir

Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar

Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar.

Komið að þolmörkum leikskólakennara

„Allir hafa sín þolmörk og nú er komið að þeim hjá leikskólakennurum," segir Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara. Hún segir vinnu í starfshópum sáttasemjara ganga hægar en vonir stóðu til og forsendur kjarasamningagerðar því enn óljósar. Beðið er eftir því hvaða stefnu samningamálin á almennum vinnumarkaði taki en þar er allt í hnút, meðal annars vegna deilu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um framtíð kvótakerfisins.

Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“

„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi.

Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla

Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×