Íslenski boltinn

Erlendur: Gæðin alltaf að aukast

Erlendur Eiríksson, dómari, átti gott tímabil í sumar og var í dag valinn besti dómarinn fyrir seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla.

„Ég held að gæðin í dómgæslunni séu alltaf að aukast en auðvitað koma alltaf upp einhver atvik sem má deila um. Þannig er það alltaf," sagði Erlendur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Mér finnst málefnaleg gagnrýni af hinu góða og okkur ber að taka henni á meðan hún er ekki ljót. Það voru nokkur ummæli í sumar sem við vorum ekki sáttir við," sagði Erlendur sem vildi þó ekki tjá sig um „einstök mál".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×