Manuel Neuer bætti um helgina met Oliver Kahn hjá þýska stórveldinu FC Bayern en hann hefur nú haldið marki sínu hreinu í 1018 mínútur í þýsku úrvalsdeildinni.
Neuer fékk síðast á sig mark í deildarleik þegar að Igor de Camargo skoraði gegn honum í leik Bayern og Gladbach í fyrstu umferð tímabilsins.
Um helgina gerði Bayern markalaust jafntefli við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Hoffenheim en eftir leikinn hrósaði Neuer liðsfélögum sínum sérstaklega.
„Þetta er ekki bara persónulegt met - heldur met liðsheildarinnar. Það er okkur öllum að þakka að við náðum að halda markinu hreinu í svo mörgum leikjum,“ sagði Neuer við fjölmiðla eftir leikinn.
Neuer varði stórglæsilega frá Marvin Compper í leiknum um helgina og var Neuer ánægður með það. „Það sýnir að ég er ekki bara hér til að fylla í liðið - ég hef einhverju hlutverki að gegna.“
Bayern er á toppi deildarinnar með nítján stig eftir átta leiki.
Neuer bætti met Oliver Kahn hjá FC Bayern
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn



Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn


