Viðskipti erlent

Sölumet slegið hjá Christie´s í fyrra

Christie´s, stærsta uppboðshús fyrir listmuni í heiminum, sló sölumet sitt í fyrra. Salan nam 3,3 milljörðum punda, eða um 610 milljarða kr. Hefur salan aldrei verið jafnmikil í 245 ára gamalli sögu Christie´s og það þrátt fyrir að fjármálakreppunni í heiminum er ekki lokið.

Fjöldi viðaskiptavina sem skráði sig í bækur Christie´s í fyrra jókst um nær 25% frá árinu áður. Fjöldi þeirra einstaklinga og stofnanna jókst um 13% milli ára.

Í fyrra gat Christie´s skráð sölu á 600 listaverkum sem öll seldust á yfir milljón dollara hvert. Verk eftir Pablo Picasso á metið hvað einstak listaverk varðar. Myndin "Nakin, Græn lauf og Barmur" eftir Picasso var slegið á 106 milljónir dollara eða yfir 12 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×