Ekkert varð úr jarðskjálftahrinu, sem hófst um 34 kílómetra norður af Siglufirði fyrir hádegi í gær. Þá mældust þrír skjálftar vel yfir þrjá á Richter, sá snaprasti var þrír komma sex.
Svo datt botninn úr hrinunni og þar var allt með kyrrum kjörum í nótt. Hinsvegar var skjálftahrina á þekktu skjálftasvæði norðvestur af Reykjanestá í nótt, en enginn skjálftanna var mjög snarpur.
Innlent