Innlent

Enn barist á landamærum Tælands og Kambódíu

Klaustrið sem deilan snýst um.
Klaustrið sem deilan snýst um. MYND/AP

Enn kom til átaka í morgun á milli herja Kambódíu og Tælands en síðustu fjóra daga hafa bardagar geisað á landamærum ríkjanna. Stórskotahríð og vélbyssuskothríð heyrðist í morgun nálægt merkilegu klaustri frá elleftu öld og segja Kambódíumenn að byggingin hafi skemmst í átökunum.

Að minnsta kosti fimm hafa látist í bardögunum og þúsundir íbúa hafa neyðst til að flýja svæðið. Átökin eiga rætur að rekja til deilna um áðurnefnd klaustur, en alþjóðlegur dómstóll skar úr um að það tilheyrði Kambódíu árið 1962. Þetta hafa Tælendingar aldrei sætt sig við og segja að klaustrið sé þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×