Innlent

„Kæri Jón“ - 8. bekkingar keppa

200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar verður fagnað þann 17. júní
200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar verður fagnað þann 17. júní
Ritgerðasamkeppni meðal nemenda 8. bekkjar grunnskólanna er hafin. Nemendur skrifa Jóni Sigurðssyni bréf í tilefni af 200 ára afmæli hans á árinu.

Yfirskrift keppninnar er „Kæri Jón...“

Samkeppnin er samstarfsverkefni AfmælisnefndarJóns Sigurðssonar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011.

Samkeppnin fer fram í febrúar og úrslit verða tilkynnt 19. mars. 100 viðurkenningar fyrir þátttöku og 10 glæsileg bókaverðlaun fyrir bestu ritgerðirnar.

Ritgerðirnar verða í sendibréfsformi. Nemendur skrifa Jóni stutt béf og segja frá áhugamálum sínum og daglegu lífi, en sendibréfið var aðal samskiptamáti 19. aldarinnar. Varðveist hafa rúmlega 6000 bréf sem Jón Sigurðsson fékk frá öðrum um ævina og hann mun varla hafa skrifað færri bréf sjálfur.

Nú senda nemendur hver öðrum rafræn skeyti með leifturhraða og enginn skrifar bréf. Með því að taka þátt í samkeppninni læra þeir sitthvað um aðferðir fyrri tíma og vonandi einnig listina að skrifa sendibréf.

Bestu bréfin verða birt á vefnum www.jonsigurdsson.is, á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×