Innlent

Sveik út 800 vinnustundir

Mynd/GVA

Svæfingalæknir á sextugsaldri hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að svíkja 4,7 milljónir króna út úr Tryggingastofnun ríkisins. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Læknirinn er dæmdur fyrir að hafa framvísað 265 röngum reikningum þar sem hann krafðist greiðslu fyrir samtals 800 vinnustundir sem lögreglurannsókn sýndi að hann hafði ekki innt af hendi. Hann virðist líka hafa reynt að villa um fyrir lögreglu með því að ljúga því að svæfingaskýrslurnar hefðu allar glatast.

Segir í niðurstöðu dómsins að brotið sé sérlega ófyrirleitið og er lækninum gert að endurgreiða Tryggingastofnun féð. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×