Erlent

Sonur Gaddafis handsamaður

Saif Gaddafi hefur verið handsamaður.
Saif Gaddafi hefur verið handsamaður.
Saif Gaddafi, sonur einræðisherrans Muammars Gaddafis, hefur verið handtekinn samkvæmt líbíska þjóðarráðinu og BBC greinir frá.

Saif var handtekinn í suðurhluta Líbíu en hann er eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum.

Saif er talinn heill á húfi en hann, ásamt lífvörðum hans, sem einnig voru handteknir, hafa verið fluttir til borgarinnar Zintan í norðurhluta landsins.

Faðir hans var drepinn þegar hann var handsamaður í haust en fyrstu fregnir herma að Saif sé heill heilsu.

Mikill fögnuður braust út í Líbíu þegar það fréttist að Saif hefði verið handsamaður, en hann hefur verið á flótta síðan í ágúst, eftir að uppreisnarmenn hernumdu Trípolí, höfuðborg Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×