Erlent

Jack Bauer Japans sofnaði loksins

Jack Bauer t.v. og japanski Bauerinn, t.h.
Jack Bauer t.v. og japanski Bauerinn, t.h.
Hægri hönd forsætisráðherra Japans er skyndilega orðin hetja í Japan en á fjölmörgum bloggum í Japan - og Daily Telegraph greinir frá - dáist fólk af þessum eljusama ráðuneytisstjóra sem heitir Yukio Edano.

Bloggarar á Twitter hafa meðal annars líkt honum við ofurnjósnarann Jack Bauer.

Edno hefur verið áberandi í japönskum fjölmiðlum síðan jarðskjálftinn reið yfir á föstudaginn. Hann birtist á nokkra klukkustunda fresti í sjónvarpinu íklæddu bláum samfestingi og greinir þjóðinni frá stöðu mála.

Edno fékk viðurnefnið Jack Bauer í ljósi þess að hann hafði ekki sofið síðan á föstudaginn. Japanskir bloggarar hafa kallað hann edano—nero, en nero þýðir farðu að sofa á japönsku.

Hinn iðni ráðuneytisstjóri var vakandi í 105 klukkustundir áður en hann sofnaði loksins. Það gera fjórar þáttaraðir af þáttunum 24, sem fjalla um fyrrnefndan Jack Bauer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×