Erlent

Að minnsta kosti sex fallnir í átökum í Barein

Hermenn í Barein hafa rutt torg í miðbæ höfuðborgarinnar Manama þar sem mótmælendur hafa haldið sig síðustu vikur. Að minnsta kosti þrír mótmælendur, sem flestir er Shía múslímar, hafa fallið í átökunum og yfirvöld segja að þrír lögreglumenn hafi einnig látið lífið.

Hermennirnir hafa notað skriðdreka til þess að ryðja torgið en stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu í gær. Meirihluti landsmanna í Barein eru Súnní múslimar, líkt og nágrannar þeirra í Sádi Arabíu og hafa stjórnvöld þar í landi sent um þúsund hermenn til þess að aðstoða yfirvöld í Manama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×