Erlent

Ætlar að lifa á bjór og engu öðru - í sjö vikur

Bandaríkjamaður ætlar sér að lifa á engu nema bjór a lönguföstunni sem gengin er í garð en hún stendur frá öskudegi og fram að páskum. J. Wilson bruggar bjórinn sjálfur og ætlar með þessu að líkja eftir þýskum munkum á 17. öld sem gerðu slíkt hið sama á tímabilinu.

Wilson segist hafa gert tilraun á dögunum með því að innbyrða ekkert nema bjór og vatn í einn og hálfan sólarhring á dögunum en hann viðurkennir að það verði fróðlegt að sjá hvort hann endist í heilar sjö vikur.

Á lönguföstu gæta kaþólikkar hófs í mat og drykk en spurning er hvort stíf bjórdrykkja teljist til hófs. Þó tekur Wilson fram að hann muni aðeins drekka fjóra bjóra á dag á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×