Erlent

Neyðarflugeldur reyndist vera F-16 þotur í næturflugi

Björgunarmiðstöð í  Noregi gaf út aðvörun til strandgæslunnar og þyrlusveitar í gærkvöldi um að neyðarflugeldar hefðu sést yfir hafi suður af Noregi.

Tilkynningar um flugeldanna höfðu borist frá vita, skipum og fólki við ströndina. Við leit fannst þó ekkert sem benti til að einhver væri í neyð.

Síðar kom í ljós að sennilega hefði næturflugsæfing tveggja danskra F-16 orrustuþotna yfir Skagerrak valdið þessum tilkynningum. Úr fjarlægð getur eldstrókurinn aftur úr þessum þotum litið út eins og neyðarflugeldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×