Erlent

Rauði krossinn yfirgefur Benghazi - átök í uppsiglingu

Uppreisnarmenn.
Uppreisnarmenn.
Rauði krossinn hefur kallað hjálparstarfsmenn í borgnni Benghazi í Líbíu aftur heim vegna ótryggs ástands.

Rauði krossinn óttast hersveitir hliðhollar Gaddafi, sem hafa verið sigursælar undanfarna daga í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Heimildir BBC herma að hersveitir hafi náð bænum Ajdabiya á sitt vald. Sá bær er næst borginni. Þessum fregnum neita þó uppreisnarmenn.

Rauði krossinn sagði í yfirlýsingu að vistir handa fimmtán þúsund manns yrðu skildar eftir handa íbúum og flóttamönnum í borginni.

Stjórnarherinn skipaði nú síðast íbúum Benghazi að yfirgefa borginni í kvöld í ríkissjónvarpinu, og tilkynnti að herinn myndi ráðast á borgina. Þessar fregnir hafa orðið til þess að þrýstingur á flugbann hefur aukist en stjórnarherinn notar herþotur sem illa búinn uppreisnarher má síns lítils gegn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×