35 milljarða árleg tekjulind Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar