Erlent

Hörmungarnar í Japan: "Þeir skilja okkur eftir til þess að deyja"

Fukushima.
Fukushima.
Reiði fer vaxandi í Japan vegna þess hvernig yfirvöld hafa hagað upplýsingagjöf sinni til almennings vegna kjarnorkuváarinnar í Fukushima.

„Þeir eru að skilja okkur eftir til þess að deyja,“ sagði meðal annars Yuhei Sato, bæjarstjóri Minamasoma, sem er skammt frá Fukushima. Fólk treystir yfirvöldum illa en þau hafa gefið út þær yfirlýsingar að fólk sem býr í 20 kílómetra fjarlægð frá Fukushima eigi að yfirgefa heimili sín. Hinsvegar hafa japönsk yfirvöld sagt íbúum, sem búa í 20 til 30 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu, að halda kyrru fyrir á heimilum sínum.

Á sama tíma segja bandarísk yfirvöld við sína ríkisborgara að halda sig í 80 kílómetra fjarlægð frá verinu.

Japanskir fjölmiðlar gagnrýna forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, harðlega fyrir laka upplýsingagjöf vegna ástandsins í Fukushima en verkfræðingar kappkosta við að kæla kjarnarofna svo það verði ekki meiriháttar kjarnorkuslys í verinu. Fjórar sprengingar hafa orðið í verinu og tvívegis eldar kviknað.

Þá hafa bresk yfirvöld hvatt alla þá 17 þúsund Breta, sem búa flestallir í Tókýó, að yfirgefa borgina vegna ástandsins í Fukushima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×