Erlent

Hersveitir Gaddafi halda sókn sinni áfram

Á meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna deilir um hvort setja eigi flugbann á Líbýu eða ekki halda hersveitir Gaddafi einræðisherra landsins áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum.

Hersveitir Gaddafi náðu bænum Ajdabiya á sitt vald í gærdag og nú er leiðin greið fyrir þær að sækja í átt að Benghazi sem er síðasta stóra borgin sem enn er í höndum uppreisnarmanna. Án flugbanns óttast uppreisnarmenn að mikið blóðbað geti orðið í Benghazi þegar Gaddafi byrjar loftárásir á borgina.

Hugsanlegt er talið að hersveitir Gaddafi muni fyrst reyna að ná borginni Tobruk á sitt vald en þar með yrðu uppreisnarmenn umkringdir og einangrðair í Benghazi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×