Segir reglurnar eins og menn vilji ekkert fiskeldi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2011 19:07 Reglur um fiskeldi á Íslandi eru svo fráhrindandi að það er eins og menn vilji ekkert fiskeldi. Þetta segir maður með reynslu frá Noregi sem vill hefja laxeldi á Vestfjörðum. Vestfirðingurinn Matthías Garðarsson, sem hóf að ala fisk í Noregi fyrir aldarfjórðungi, hefur síðustu þrjú ár í gegnum félagið Arnarlax undirbúið laxeldi í Arnarfirði en rekist á veggi. Hann segir að þeir sem sömdu íslensku reglurnar hafi að minnsta kosti ekki spurt hvernig ætti að gera þetta í Noregi, - reglurnar séu eins og menn ætlist til þess að það verði ekkert fiskeldi á Íslandi. Matthías, sem er stjórnarformaður og aðaleigandi Salmus í Leirfirði, hvetur íslensk stjórnvöld til að endurskoða reglurnar. Aðlaga verði þær aðstæðum og framtíðinni svo hægt sé að byggja upp iðnað og vill að Íslendingar taki Norðmenn sér til fyrirmyndar. Ef reglurnar væru eins og þær eru í Noregi væri hægt að gera þetta á einfaldan hátt, segir Matthías. Markmið hans er 50 til 60 manna matvælaiðja á Bíldudal sem framleiði laxarétti í neytendaumbúðum, samskonar fyrirtæki og hann byggði upp í Leirfirði í Noregi. Matthías rifjar upp að þegar hann var að alast upp á Bíldudal hafi búið þar 400-500 manns en nú séu íbúarnir innan við 200. Hann kveðst sannfærður um að hægt sé að ala upp lax í Arnarfirði og byggja á grunni þess öflugt fyrirtæki en forsendan sé að leyfi fáist frá stjórnvöldum. Tengdar fréttir Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. 16. nóvember 2011 18:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Reglur um fiskeldi á Íslandi eru svo fráhrindandi að það er eins og menn vilji ekkert fiskeldi. Þetta segir maður með reynslu frá Noregi sem vill hefja laxeldi á Vestfjörðum. Vestfirðingurinn Matthías Garðarsson, sem hóf að ala fisk í Noregi fyrir aldarfjórðungi, hefur síðustu þrjú ár í gegnum félagið Arnarlax undirbúið laxeldi í Arnarfirði en rekist á veggi. Hann segir að þeir sem sömdu íslensku reglurnar hafi að minnsta kosti ekki spurt hvernig ætti að gera þetta í Noregi, - reglurnar séu eins og menn ætlist til þess að það verði ekkert fiskeldi á Íslandi. Matthías, sem er stjórnarformaður og aðaleigandi Salmus í Leirfirði, hvetur íslensk stjórnvöld til að endurskoða reglurnar. Aðlaga verði þær aðstæðum og framtíðinni svo hægt sé að byggja upp iðnað og vill að Íslendingar taki Norðmenn sér til fyrirmyndar. Ef reglurnar væru eins og þær eru í Noregi væri hægt að gera þetta á einfaldan hátt, segir Matthías. Markmið hans er 50 til 60 manna matvælaiðja á Bíldudal sem framleiði laxarétti í neytendaumbúðum, samskonar fyrirtæki og hann byggði upp í Leirfirði í Noregi. Matthías rifjar upp að þegar hann var að alast upp á Bíldudal hafi búið þar 400-500 manns en nú séu íbúarnir innan við 200. Hann kveðst sannfærður um að hægt sé að ala upp lax í Arnarfirði og byggja á grunni þess öflugt fyrirtæki en forsendan sé að leyfi fáist frá stjórnvöldum.
Tengdar fréttir Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. 16. nóvember 2011 18:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. 16. nóvember 2011 18:57