Innlent

Bubbi skorar á þingmenn að hjálpa Jussanam

„Hvers vegna er enginn sem vill hjálpa þessari listakonu frá Brasilíu að setjast hér að?" spyr Bubbi Morthens í pistli sínum á Pressunni.

Mál Jussanam da Silva brasilískri konu sem var gift íslenskum manni og bjór hér. Eftir að þau skildu hefur Jussanam ekki fengið dvalarleyfi hér á landi og hefur verið vísað frá landinu.

Bubbi tekur upp hanskann fyrir hana í pistlinum og gagnrýnir einnig þingmennina Árna Johnsen og Sigmund Erni Rúnarsson fyrir mæla fyrir því að Marie Amelie, sem er rússneskur rithöfundur og var vísað frá Rússlandi, fái íslenskan ríkisborgararétt

„Hvað gerir það að verkum að tveir þingmenn hlaupa upp og reyna að vinna sér inn prik í Noregi vegna þess að ólöglegur innflytjandi sem er rithöfundur þar í landi er vísað heim til Rússlands?"

Og hann heldur áfram. „Hversvegna taka Árni Johnsen og Sigmundur Ernir upp á þessu? Hvers vegna er enginn sem vill hjálpa þessari listakonu frá Brasilíu að setjast hér að? Báðir eru þessir ágætu þingmenn eru listrænir í sér. Það er fengur í því að fá hingað fólk frá öðrum löndum, til dæmis Tíbet og Brasilíu."

Og hann skorar á þingmenn að taka höndum saman og hjálpa „þessari ágætu konu að láta draum sinn rætast og þeir geta lagað karma sitt í leiðinni...," skrifar Bubbi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×