Innlent

Snarpur jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 3,8 á Richter varð um tvöleytið í nótt með upptök um sjö kílómetra austnorðaustur af Goðabungu í Mýrdalsjökli.

Fimmtán smærri eftirskjálftar mældust á skömmum tíma á eftir og svo hjaðnaði hrinan. Klukkan hálf fjögur í nótt höfðu höfðu jarðskjálftastöðvar umhverfis Mýrdalsjökul ekki mælt óróa sem gæfi til kynna frekari hræringar væru í vændum.

Jarðskjálftar eru undanfari eldgoss í Kötlu, en þá eru þeir litlir í fyrstu og færast svo í aukana, en þrónunin í nótt var öfug við það. Því bendir ekkert til að gos sé að hefjast, né heldur hlaup undan jöklinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×