Innlent

Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestir treysta Landhelgisgæslunni.
Flestir treysta Landhelgisgæslunni.
Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir treysta samkvæmt nýrri könnun MMR. Um 81% treystu Landhelgisgæslunni, tæplega 60% treysta sérstökum saksóknara og 55% treystu Ríkislögreglustjóra.

Helstu breytingarnar frá fyrri könnun eru þær að talsvert fleiri bera lítið traust til Hæstaréttar eða 34,7%, miðað við 29,1% í október 2010. einnig eru marktækt fleiri sem bera lítið traust til Fangelsismálasto0fnunar, fer úr 17,5% í október 2010 í 22,1% í dag. Þá fer traust til sérstaks saksóknara vaxandi en 59,8% svarenda ber mikið traust til hans í dag samanborið við 54,8% í október 2010 og 52,8% í október 2009.

Héraðsdómstólarnir njóta trausts 39,3% svarenda og 38,4% sögðust bera mikið traust til ríkissaksóknara. Þá sögðust 33,6% bera mikið traust til dómskerfisins í heild og 22,2% kváðust bera mikið traust til Útlendingastofnunar.

Könnunin var gerð á netinu dagana 8.-11 febrúar. Svarfjöldi var 865 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×