Erlent

Antilópa stangaði hjólreiðamann - myndbandið ótrúlega vinsælt

Suður-Afríski hjólreiðagarpurinn Evan van der Spuy, var að keppa í hjólreiðakeppni á náttúruverndarsvæði í Suður-Afríku á mánudaginn þegar antilópa stekkur skyndilega upp úr kjarrinu og stangar hann af hjólinu.

Félagi Evan hjólaði á eftir honum og náði árekstrinum á myndband.

Evan, sem er sextán ára gamall, féll niður og rotaðist. Hann var þó með hjálm og er talið líklegt að það hafi hreinlega bjargað lífi hans. Enda var hjálmurinn mölbrotinn.

Evan þurfti að dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt og er ekki alvarlega slasaður.

Félagi Evan tók sig hinsvegar til og birti myndbandið á Youtube á mánudaginn. Áður en dagurinn var liðinn voru 1,8 milljónir manna búnir að skoða myndbandið. Slíkar vinsældir á svo skömmum tíma eru óþekktar á Youtube að sögn forsvarsmanna vefsins.

Í dag eru um 5 milljónir búnir að horfa á myndabandið. Það er vinsælasta myndbandið bæði í Suður-Afríku og í Bandaríkjunum.

Keppnishaldarinn sagðist feginn að Evan hefði ekki slasast illa. Antilópan sem stangaði hann af hjólinu getur orðið allt að 200 kíló. Því er það líklega ekkert grín að lenda í slíkum árekstri.

Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Við vörum við að höggið sem Evan fær virðist ansi þungt. Því er ágætt að ítreka að hann slasaðist ekki illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×