Tíska og hönnun

Skandinavískt fjölskylduhús

Villa G eins og þetta hús er kallað er frá árinu 2009. Þetta er nútímalegt og skemmtilegt fjölskyldhús í bænum Hjellestad nálægt Bergen í Noregi. Húsið hefur framúrstefnulegt form en er byggt úr efnum sem hafa verið einkennandi fyrir skandinavískan arkítektúr og byggingahefð. Húsið sem er 368 fermetrar er hannað af arkítektastofunni Saunders í Noregi.

Húsið er hugsað sem barnvænt fjölskylduhús þar sem allir geta notið rýmisins. Þar sem lofthæðin er mest er klifurveggur þar sem fjölskyldan getur leikið sér í Spiderman leikjum og skriðið upp lóðréttan vegginn. Hönnuðurinn hressir upp á rýmið með fjölskrúðugu litavali í húsgögnum og innréttingum. Gólfefnin eru harðgerð sem bíður börnunum upp á kapphlaup á línuskautum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×