Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamönnum á Kúbu

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í kvöld.
Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í kvöld. Mynd/AFP
Réttarhöldin yfir Kahlid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september árið 2001, fara fram í herdómstóli í Guantanamó á Kúbu.

Auk hans, verður réttað yfir fjórum öðrum meintum hryðjuverkamönnum. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í kvöld að ekki væri hægt að tefja málið mikið lengur og því væri nauðsynlegt að hefja réttarhöldin sem fyrst.

Bandarískaþingið samþykkti lög þess efnis að ekki er hægt að rétta yfir mönnunum í Bandaríkjunum og því hefur verið ákveðið að fara þá leið að rétta yfir þeim fyrir herdómstóli í Guantanamóherstöðinni á Kúbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×