Erlent

Yfir 3,5 milljónir miða seldar

Talið er að hátt í 200 milljónir manna hafi verið viðstaddir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. 	nordicphotos/afp
Talið er að hátt í 200 milljónir manna hafi verið viðstaddir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. nordicphotos/afp
Yfir 3,5 milljónir miða hafa nú verið seldar á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Búið er að selja miðana í skömmtum og seldust rúmlega 750 þúsund miðar til um 150 þúsund manns í í síðasta skammtinum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Síðustu sölutörninni lauk klukkan sex í gærdag og var opin þeim sem náðu ekki í miða fyrr á þessu ári. Fleiri miðar verða nú settir á sölu og eru um 700 þúsund manns komnir á biðlista eftir þeim. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×