Andlit kynlausrar tísku 27. febrúar 2011 06:00 Pejic sýnir hér nýja kvenlínu Jean-Paul Gaultier. Söngkonan Rihanna klæddist þessum kjól á Grammy-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Pejic er aðeins nítján ára gamall og flúði föðurland sitt, Bosníu-Hersegóvínu, á tíunda áratugnum og hefur síðan þá búið í Ástralíu. Hann hefur verið ráðinn af hönnuðum til að sýna bæði herra- og kvenfatnað og situr meðal annars fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir vorlínu Marcs Jacobs. Útlit hans þykir sérstaklega kvenlegt og vöxturinn sömuleiðis og er hann orðinn andlit þess sem kallað hefur verið „kynlausrar tísku", það er að segja tísku sem hentar báðum kynjum. Pejic segist ekki eiga í vandræðum með að sýna kvenmannsföt og viðurkennir að honum þyki gaman að láta dekra við sig baksviðs af förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki.- smAndrej Pejic baksviðs á sýningu Custo Barcelona á tískuvikunni í New York nú í febrúar. Pejic hefur verið vinsæll á tískupöllunum í ár.Pejic sýnir fatnað hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic í förðunarstólnum skömmu fyrir sýningu hönnuðarins Yoana Baraschi á tískuvikunni í New York.Pejic myndaður baksviðs á sýningu Odyn Vovk á tískuvikunni í New York sem fram fór í byrjun febrúar.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira