Erlent

Gaddafí missir stjórn á olíunni

Fylgst með ræðu Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ástandið í Líbíu.fréttablaðið/AP
Fylgst með ræðu Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ástandið í Líbíu.fréttablaðið/AP
Múammar Gaddafí og liðsmenn hans hafa enn tök á höfuðborginni Trípolí og fleiri borgum í nágrenninu, en uppreisnarmenn hafa austurhluta landsins á valdi sínu.

Uppreisnarmenn hafa náð olíuframleiðslu landsins að miklu leyti á sitt vald, en búa sig undir hörð átök við liðsmenn Gaddafís í nágrenni höfuðborgarinnar.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt refsiaðgerðir, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa aukið þrýsting sinn og einstök ríki hafa gripið til refsiaðgerða til að þrýsta á Gaddafí um að láta af völdum.

Bandaríkjamenn hófu einnig í gær að senda hjálparsveitir til landamæra Líbíu til að aðstoða flóttafólk.

Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem fer með stríðsglæpamál, hefur sett sig í samband við yfirmenn úr líbíska hernum til að afla upplýsinga um dauðsföll meðal almennra borgara í tengslum við uppreisnina gegn Gaddafí.

„Upplýsingarnar benda til þess að liðsmenn hliðhollir Gaddafí hafi ráðist á almenna borgara í Líbíu. Þetta gæti talist til glæpa gegn mannkyni og verður að stöðva,“ sagði Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari dómstólsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×