Erlent

Þúsundir vilja stjórnarbetrun

Hægra megin eru öryggisverðir en vinstra megin mótmælendur sem komast ekki inn á Græna svæðið í Bagdad. Fréttablaðið/AP
Hægra megin eru öryggisverðir en vinstra megin mótmælendur sem komast ekki inn á Græna svæðið í Bagdad. Fréttablaðið/AP
Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×