Erlent

Auð kynlífsbók vekur athygli

Bókin „Það sem allir karlmenn hugsa um fyrir utan kynlíf“ selst nú eins og heitar lummur hjá netversluninni Amazon. Bókin samanstendur af tvö hundruð auðum síðum og er aðallega notuð sem stílabók hjá námsmönnum um allt Bretland.

Höfundurinn, hinn 39 ára Sheridan Simove, segist ekki hafa búist við að námsmenn tækju niður glósur í bókina hans. „En líklega byrja þeir að hugsa um kynlíf á ný um leið og kennslustundunum lýkur,“ segir Simove.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×