Erlent

Kulnuð eldfjöll sögð leyna á sér

Rannsóknin náði til eldfjallsins Pinatubo á Filippseyjum sem gaus árið 1991.nordicphotos/afp
Rannsóknin náði til eldfjallsins Pinatubo á Filippseyjum sem gaus árið 1991.nordicphotos/afp
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eðli kulnaðra eldfjalla og kvikuhólfanna undir þeim sé annað en lengi var talið. Vísindamenn segja nú að þau geti orðið virk að nýju með styttri fyrirvara en áður var talið og því þurfi að endurmeta hættuna sem af þeim geti stafað.

Lengi hefur verið talið að þegar kvikuhólf eldfjalls kólni niður líði aldir þangað til fersk kvika fari að renna til þess að nýju. Rannsókn bandarískra og franskra vísindamanna á tveimur eldstöðvum sýna að þessi atburðarás getur tekið mánuði en ekki aldir, að því er kemur fram í næsta tölublaði Nature. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×