Erlent

Kínverjar styrkja herafla sinn

Að venju er mikið um dýrðir þá sjaldan kínverska þjóðþingið kemur saman. nordicphotos/AFP
Að venju er mikið um dýrðir þá sjaldan kínverska þjóðþingið kemur saman. nordicphotos/AFP
Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu. Undanfarinn tíu ár hafa Kínverjar aukið framlög til hermála á hverju einasta ári um 12 til 17 prósent, nema á síðasta ári þegar heldur var dregið úr aukningunni. Hún var 7,5 prósent það árið.

Alls ætla Kínverjar að verja rúmlega 600 milljörðum júana til hermála þetta árið, en það samsvarar um það bil 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýrri fimm árá áætlun stjórnarinnar sem lögð er fram á þjóðþinginu í Kína, sem hófst í gær.

Sérfræðingar segja þó að framlög til hermála í Kína séu í reynd mun hærri en stjórnvöld gefa upp.

Kínverska þjóðþingið kemur saman einu sinni á hverju ári og situr í tíu daga. Formlega hefur þingið ekki mikil völd, en samkoma þess er jafnan mikill viðburður í kínverskum fjölmiðlum og öllu til tjaldað svo sýningin verði sem áhrifaríkust. -gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×