Erlent

Lærðu fljótt að hjálpast að

Leysa þrautir í sameiningu Vísindamenn frá Cambridge rannsökuðu hegðun fíla í Taílandi.nordicphotos/AFP
Leysa þrautir í sameiningu Vísindamenn frá Cambridge rannsökuðu hegðun fíla í Taílandi.nordicphotos/AFP
„Fílarnir hjálpast að við að leysa úr vanda,“ segir Joshua M. Plotnik, breskur sálfræðingur sem stjórnaði rannsókn á fílum. „Þeir virðast tilfinningalega tengdir, svo maður býst við að sjá einhverja samvinnu.“

Rannsóknin staðfesti að fílar eru með greindari dýrum jarðar og þar með í hópi með mannöpum, höfrungum og krákum að því er Plotnik segir, en hann starfar við háskólann í Cambridge í Bretlandi.

Rannsóknin var gerð í Taílandi og fór þannig fram að matur var settur á disk en girðing var á milli disksins og fílanna. Tveir fílar voru prófaðir í einu, en matnum var þannig fyrir komið að fílarnir gátu dregið hann undir girðinguna með því að toga samtímis hvor í sinn endann á reipi. Ef annar fíllinn togaði í sinn enda á undan hinum, þá náði hann aðeins reipinu inn fyrir girðinguna en diskurinn varð eftir fyrir utan.

Öll fílapörin áttuðu sig á þessu, eftir mismunandi margar tilraunir þó. Einn ungur fíll greip þó til þess ráðs að stíga á sinn enda reipisins og láta félaga sinn sjá um að draga til þeirra diskinn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×