Erlent

Stjórnin hótar að beita hörku

Saud al-Faisal Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu segir mótmæli ekki skila árangri.
nordicphotos/AFP
Saud al-Faisal Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu segir mótmæli ekki skila árangri. nordicphotos/AFP
Saud al-Faisal prins, sem er utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, hótaði stjórnarandstæðingum hörðum aðgerðum ef þeir gera alvöru úr því að efna til fjöldamótmæla á morgun.

Fjölmargir sjía-múslimar í Sádi-Arabíu hafa, að fyrirmynd mótmælenda í nágrannalöndunum, boðað til „dags reiði“ í landinu á morgun og krefjast þess að æðstu ráðamenn landsins segi af sér.

Ráðherrann sagði að stjórnin myndi skera af hvern þann fingur, sem lyft yrði gegn ráðamönnum landsins. „Umbótum verður ekki náð fram með mótmælum,“ sagði hann. „Besta leiðin til að ná fram kröfum sínum er með þjóðarviðræðum.“

Lítið hefur verið um mótmæli í Sádi-Arabíu meðan bylgja óánægju hefur farið um nágrannalöndin.

Í litla nágrannaríkinu Barein hafa sjía-múslimar staðið í öflugum mótmælum gegn stjórn súnní-múslima og krefjast jafnræðis.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×