Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu 16. mars 2011 00:00 Virðir rústirnar fyrir sér Kona heldur fyrir vitin meðan hún skoðar staðinn þar sem hús hennar stóð í bænum Yamada í norðvesturhluta landsins. fréttablaðið/AP Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira