Erlent

Tveir veiktust í kjarnorkuveri

Starfsfólk reynir að koma kælikerfum í gang. nordicphotos/AFP
Starfsfólk reynir að koma kælikerfum í gang. nordicphotos/AFP
Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun.

Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfum kjarnorkuversins í Fukushima í gang, þótt rafmagn sé komið á verið. Í gær voru tveir starfsmenn versins fluttir á sjúkrahús eftir að þeir stigu ofan í geislamengað vatn.

Mikið verk bíður nú við að hreinsa burt brak ónýtra húsa, bifreiða og skipa sem flóðið skildi eftir sig.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×