Erlent

Færri giftingar en síðustu 20 ár

Hjónaband Sífellt færri Danir ganga í hjónaband.
Hjónaband Sífellt færri Danir ganga í hjónaband.
Um 31 þúsund pör gengu í hjónaband í Danmörku í fyrra, en það er 6 prósenta samdráttur frá fyrra ári og fæstu giftingarnar frá árinu 1989. Þetta kemur fram hjá tölfræðistofnun Danmerkur.

Karlar eru að meðaltali 34,6 ára þegar þeir ganga fyrst í hjónaband, en konur 32,1 árs. Það er óbreytt frá fyrra ári og í fyrsta sinn frá árinu 1966 sem meðalaldur hækkar ekki milli ára.

Þá fækkaði hjónaskilnuðum nokkuð, en í fyrra skildu 14.460 pör að skiptum. Um helmingur skilnaðarpara fór hvort í sína áttina eftir níu ár eða minna. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×